Heil og sæl
Það var metþátttaka á Starfsdögum Samfés sem fóru fram 8.-9. september að Varmalandi, en samtals voru um 170 þátttakendur skráðir sem komu víðsvegar af að landinu. Starfsdagar Samfés er mikilvægur fræðslu- og símenntunarviðburður starfsfólks aðildarfélaga Samfés. Þessi árlegi viðburður er gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir starfsfólk á vettvangi sem vilja vera í fararbroddi í faglegu og skipulögðu æskulýðsstarfi sem er einn af lykilþáttum í forvarnarstarfi með ungu fólki.
Dagskráin var fjölbreytt með fróðlegum og spennandi, málstofum, fræðsluerindum og fyrirlestrum sem tengdust starfinu á vettvangi með börnum og unglingum á landsvísu. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra kom í heimsókn og gaf sér tíma í samtal við starfsfólk af vettvangi um mikilvægi starfsins og þau málefni sem brenna á þeim sem vinna með börnum og ungmennum. Ráðherra talaði m.a. um að auka samtalið, samstarfið og að fagfólkið á vettvangi væri gríðarlega mikilvægur hlekkur þegar kemur að þeirra starfi og markmiðum sem eru framundan.
Það var mjög gaman að hittast, efla tengslanetið og finna kraftinn sem einkennir okkar vettvang.
Erindi á Starfsdögum Samfés. Þið getið haft samband við okkur og fengið nánari upplýsingar.
- Fréttapiltar. Hjörleifur Steinn Þórisson – forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Fellið.
- Funfy.is- rafrænn leikjabanki. Sædís Sif Harðardóttir, forstöðumaður í frístundaheimilinu Vogaseli.
- Hatur, ofbeldi og fordómar í garð hinsegin barna og unglinga – hvað ætlum við að gera? Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona í Hinsegin félagsmiðstöðinni og Tótla fræðslustýra samtakanna 78.
- Umsóknir styrkja, fordómar á Íslandi, samfélagsverkefni ofl. Landsskrifstofa Erasmus+ / Rannís. Óli Örn Atlason, Ari Guðmundsson og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. oli.o.atlason@rannis.is, miriam.p.o.awad@rannis.is, gudmundur.a.sigurjonsson@rannis.is
- Berginu headspace. https://bergid.is/
- Forvarnardagurinn í starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa/16+ starfinu. Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri Forvarnardagsins hjá Embætti landlæknis.
- Sjálfbærni hversdagsleikans. Guðbjörg Lára Másdóttir, teymisstjóri Senter hjá Norðurmiðstöð. MA gráða í Umhverfisstjórnun frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka. gudbjorg.lara.masdottir@rvkfri.is
- Youth Work after COVID-19. Fulltrúar frá Ungdomsringen í Danmörku. https://ungdomsringen.dk/
- Úrræði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og börn sem glíma við fjölþættan vanda. Björn M. Brink, félagsráðgjafi. Vopnabúrið bjossi@vopnaburid.is
- Spunaspil í tómstundastarfi. Vilhjálmur Snær Ólason (Hann/He). Frístundaráðgjafi – Félagsmiðstöðin HundraðogEllefu.
- Innri Samskipti. Davíð Tómas https://davidtomas.is/
- Frístundastarf með börnum og unglingum með flóttabakgrunn. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.
- „Kannski var ég bara ekki nógu blaut“ – Sjúkt spjall: Það sem unglingar segja okkur um ofbeldi. Stígamót – Eygló Árnadóttir verkefnastýra fræðslu og forvarna.
Við viljum þakka nefndinni og öllu því frábæra fólki sem kom að því að skipuleggja og aðstoða á viðburðinum.
Höfundur greinarinnar er Friðmey Jónsdóttir, verkefnastýra Samfés