Fundur ungmennaráðs Samfés

Dagana annan til þriðja september fundaði ungmennaráð Samfés í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti. Fyrir þau sem ekki vita er ungmennaráð Samfés eina lýðræðislega kjörna ungmennaráð á landinu. Kosið í ungmennaráðið ár hvert á Landsmóti Samfés. Það er ekki langt í næsta Landsmót en það verður haldið á stykkishólmi helgina sjöunda til níunda október.
Ungmennaráðið heldur reglulega fundi eins og var haldinn síðustu helgi, þetta eru í flestum tilfellum gistifundir. Á þessum fundum kemur allt ungmennaráðið saman og við tölum um mikilvæg málefni sem varða ungmenni.
Fundurinn síðustu helgi var mjög skemmtilegur, hann byrjaði á því að við fengum heimsókn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Því næst borðuðum við góðan kvöldmat og gerðum auglýsingu fyrir ungmennaráðið. Eftir það voru verkefnin búin þann daginn. Það var ekki farið snemma að sofa og allir skemmtu sér vel, margt var gert og við spiluðum tölvuleiki, spil, biljard og ping pong.
Á laugardeginum réðumst við í undirbúning fyrir Landsmót Samfés sem er rétt handan við hornið. Það stefnir allt í frábært landsmót og ég er allavega mjög spenntur fyrir því. Eftir hádegismatinn fengum við svo heimsókn frá Fulltrúaráði Samfés plús. Að því loknu var okkur kynnt fyrir nýjum fréttamiðli, fréttamiðillinn Zetan.
Allt í allt var þetta frábær helgi með ungmennaráðinu.

Höfundur greinarinn er Smári Hannesson, meðlimur ungmennaráð Samfés.