Félagsmiðstöðvastarfsmaður vikunnar

Nafn: Auðun Ingi Hrólfsson 

Aldur: 23 

Fornöfn: Hann 

Gælunafn: Auddi 

Fórstu í háskóla? Já, er í háskólanámi núna 

Lýstu félagsmiðstöðinni sem að þú ert að vinna í:

Ég er að vinna í félagsmiðstöðinni Buskanum, sem er staðsettur í Vogaskóla. Frekar lítill nemendahópur sem hefur sýna kosti og galla en vegna þess að það eru fáir nemendur þá eigum við starfsmennirnir því í mjög nánum samskiptum við hóp af unglingum sem mætir oft til okkar.

Afhverju ertu að vinna í félagsmiðstöð: 

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vinna með börnum og unglingum, hef gert það núna í áratug og er það eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Svo hentar þessi vinna vel með skóla! 

Þegar ég var lítill langaði mig að verða: Slökkviliðsmaður 

Seinustu skilaboð sem ég fékk eru frá: yfirmanni mínum, Ólafur Þór Jónsson og í þeim stendur: Goð spurning, eg verð auðvitað soldið seinn. Sofnaði aftur og var að vakna 

Minn helsti kostur er: að muna nöfn og andlit 

Minn helsti galli er: blóta of mikið 

Uppáhalds borgin mín er: Los Angeles

Mynd af verstu klippingu sem þú hefur haft: