Um okkur

Hvað er Zetan?

Zetan er netfréttamiðill fyrir ungt fólk á aldrinum 13-25 ára til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri.  Okkar markmið er að efla sköpunargáfu, fjölmiðlalæsi og ritlist ungs fólks á netinu. Á þessari vefsíðu verður fjallað um alla helstu viðburði ungs fólks á Íslandi og málefni sem viðkoma ungu fólki hérlendis. Zetunni er þó ekki aðeins stýrt af ritstjórn heldur hvetjum við alla til að taka þátt, þú getur stofnað klúbb í félagsmiðstöðinni eða ungmennahúsinu þínu þar sem þið getið fengið stöðuna „fréttaritari á vettvangi“. Þið getið þannig sent inn efni um lífið sem ung manneskja í ykkar sveitarfélagi. Ef þú hefur ekki aðgang að öðru hvoru þessu þá er vefurinn alltaf opinn innsendu efni. Hvort sem það er vídjó, podcast eða grein búin til að ungu fólki þá er vefurinn opinn þér! 

Hlökkum til að heyra í ykkur! 

Teymið

Elín Lára Baldursdóttir

Framkvæmdarstjóri

Elías Snær Önnuson Torfason

Ritstjóri

Jónína Ósk Jóhannsdóttir

Fréttaritari

María Lind Baldursdóttir

Hönnuður

Sigurjón Þór Atlason

Markaðsfulltrúi