Félagsmiðstöðvastarfsmaður vikunnar

Nafn: Sunna Rut Garðarsdóttir

Aldur: 30

Fornöfn: Hún

Gælunafn: stundum Sunny

Hvar ertu að vinna? Félagsmiðstöðinni Dimmu

Lýstu félagsmiðstöðinni þinni! Félagsmiðstöðin Dimma er í Vatnsendaskóla Kópavogi. Við fluttum í sumar úr timabundinni aðstöðu í skúr yfir í varanlega aðstöðu inn í skólanum. Það gerði alveg þvílíkt mikið fyrir stemninguna. Krakkarnir höfðu sjálf líka áhrif á hvernig félagsmiðstöðin yrði svo þetta var svona sameiginlegt verkefni hjá okkur. Í Dimmu er mikið stemningsfólk sem elskar að hafa gaman. En mest af öllu elska þau að fá allt sem er frítt. Afhverju ertu að vinna í félagsmiðstöð: Því mér finnst gaman að vinna með kings and queens. Unglingar eru yfirburða skemmtilegur samfélagshópur sem ég elska að verja tímanum mínum með.

Fórstu í háskóla? Er með BA í tómstunda- og félagsmálafræði, og er að klára BS í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun á næsta ári.

Þegar ég var lítil langaði langaði mig að verða: Leikkona og sjúklingur (Elskaði chillið að vera veik heima og horfa á spólu, hugsaði þetta ekki mikið lengra).

Seinustu skilaboð sem ég fékk eru frá: og í þeim stendur: Frá Hönnu bestu vinkonu minni sem stendur; Um hvað ertu að tala??

Minn helsti kostur er: Á auðvelt með að vera í góðu skapi

Minn helsti galli er: Á erfitt með skipulag

Uppáhalds borgin mín er: Prag Því að: Goth vibes

Mynd af vertu klippingu sem þú hefur haft: Ég trúi ekki að ég sé að setja þetta á netið en hér er hún samt

Lýstu sjálfum þér í þremur orðum! Stemningskona, fljótfær og umburðarlynd.

Ráð til þín sem unglings:

Njóttu lífsins á meðan þú þarft ekki að pæla í að kaupa handsápu eða fara með bílinn í olíuskipti. Ræktaðu heilbrigða vináttu því vinir koma manni langt í lífinu.