Laufey Lín Jónsdóttir byggði upp sinn eigin hlustendahóp í gegnum samfélagasmiðilinn TikTok á meðan hún var að læra í Boston. Núna er hún komin með dreifingarsamning við stórt plötufyrirtæki og hefur spilað í stórum útvarps- og sjónvarpsþáttum, þar á meðal Jimmy Kimmel Live og BBC radio 3.
Laufey Lín, eða Laufey eins og hún er betur þekkt sem á TikTok, ákvað að nýta tímann til að setja tónlistina sína á netið sem reyndist henni heldur betur vel. Laufey er í dag með rúmlega 500 þúsund fylgjendur og meira en tólf milljón “like” á TikTok. Laufey segir í viðtali við RÚV að tónlistariðnaðurinn sé að taka miklum breytingum og að framtíðin gefi einstöku tónlistarfólki meira frelsi til að gefa út allskonar tónlist; að fólk hlusti meira á tónlist eftir “vibe-i” eða tilfinningu frekar en flokkum. Þess vegna skiptir minna máli hvaða tónlistarflokki maður tilheyrir í dag ef tónlistin er góð. Laufey fær sjálf innblástur frá tónlistarfólki eins og Ella Fitzgerald og Billie Holiday, og hefði því flokkast undir djass áður fyrr og mögulega týnst í þeim flokki.
Tónlist virðist vera meira flæðandi í dag og TikTok, ásamt öðrum miðlum, valdeflir tónlistarmenn. Laufey heldur því fram að það sé einmitt þess vegna sem að það hafi aldrei verið betri tími til að byrja í tónlist heldur en núna. Laufey var að gefa út nýja plötu sem heitir Everything I Know About Love og virðist allt vera á uppleið hjá Laufeyju.